GróLind –  Mat og vöktun gróður- og jarðvegsauðlinda Íslands

Íslensk þurrlendisvistkerfi veita fjölbreytta þjónustu; þau eru grundvöllur margs konar atvinnustarfsemi, draga úr áhrifum náttúruhamfara og miðla okkur neysluvatni. Við allan atvinnurekstur þar sem gæði landsins eru nýtt s.s. við hefðbundinn landbúnað eða ferðaþjónustu er mikilvægt að góð þekking á gróður- og jarðvegsauðlindum landsins sé til staðar. Því þurfa upplýsingar um ástand lands og breytingar á því að liggja fyrir á hverjum tíma, svo unnt sé að tryggja sjálfbæra landnýtingu.

Í mars 2017 gerðu atvinnuvega- og nýsköpunarráðneytið, Bændasamtök Íslands, Landgræðslan og Landssamtök sauðfjárbænda með sér samkomulag til 10 ára um mat og vöktun gróður- og jarðvegsauðlinda landsins.

Markmið verkefnisins er tvíþætt

  • Skila með reglubundnum hætti heildarmati á ástandi gróður- og jarðvegsauðlinda landsins og gera grein fyrir breytingum þar á.
  • Þróa sjálfbærnivísa fyrir nýtingu gróður- og jarðvegsauðlinda landsins.

Umsjón verkefnisins er í höndum Landgræðslunnar en verkefnið verður unnið í samstarfi við hagaðila, aðrar stofnanir og faghóp verkefnisins sem ráðherra skipaði vorið 2017. Formaður faghópsins er Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda. Aðrir í hópnum eru: Borgar Páll Bragason, fagstjóri í nytjaplöntum RML, Jóhannes Sveinbjörnsson, dósent LbhÍ, Ingibjörg Svala Jónsdóttir, prófessor HÍ og Borgþór Magnússon, plöntuvistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.

Grólind. Ársskýrsla 2018
Grólind. Ársskýrsla 2017.

Nánari upplýsingar eru á heimasíðu verkefnisins:  http://www.grolind.is

Bryndís Marteinsdóttir

Bryndís Marteinsdóttir

verkefnisstjóri GróLindar

S. 488 3000 / 664 9121
bryndis@land.is 

 

Viltu senda okkur ábendingu eða athugasemd?