Þróunarsvið

Hlutverk Þróunarsviðs er annarsvegar rannsókna- og þróunarstarf og hinsvegar skráning og miðlun landfræðilegra upplýsinga. Lögð er áhersla á þátttöku í innlendu og erlendu samstarfi á þessum sviðum. Markmiðið er að styrkja faglegan grunn landgræðslustarfsins með því m.a. að afla þekkingar á uppbyggingu og verndun vistkerfa og þróa aðferðir við uppgræðslu og landbætur.

Áburður

Hversu mikið skal bera á, hvenær og hvernig áburð eru lykilspurningar í landgræðslustarfi. Rannsóknir hafa sýnt að með því að velja besta dreifingartíma sé unnt að draga verulega úr áburðarnotkun. Einnig hefur verið sýnt fram á að lífrænn áburður gefur betri langtímaáhrif en ólífrænn áburður.

Landgræðslujurtir

Markmið uppgræðsluaðgerða er að koma af stað líffræðilegum ferlum sem endurreisa hrunin vistkerfi. Í sumum tilfellum nægir að bera á áburð til að efla þær tegundir sem fyrir eru og þar með óþarfi að bæta nýjum við. Annarsstaðar er ástandið slíkt að nauðsynlegt er að sá harðgerðum tegundum til að stöðva rof eða sandfok. Þessar tegundir þarf að þekkja vel til að geta nýtt sér kosti þeirra.

Kolefni

Kolefnisbinding með landgræðslu er skilgreind í Kyoto bókuninni sem mótvægisaðgerð gegn hnattrænni hlýnun loftslags. Ávinningur þessa fyrir Ísland er tvíþættur því allar uppgræðsluaðgerðir stuðla að bindingu kolefnis í jarðvegi, þannig að með aukinni landgræðslu eykst kolefnisbinding. Kolefnisbinding í jarðvegi eykur vatnsheldni hans, stuðlar að virkara lífi jarðvegsörvera og gerir vistkerfi heilbrigðari. Kolefnisbinding í jarðvegi er er varanleg og því mjög eftirsóknarverð.

Gróðurframvinda

Þegar unnið er að endurheimt raskaðra vistkerfa (vistheimt) er leitast við að stýra og hraða gróðurframvindu með ýmsum inngripum. Framvinda er skilgreind sem stefnubundnar breytingar á lífverum eða samfélagi lífvera óháð árstíð en samhliða slíkum breytingum á lífverum vistkerfisins verða einnig breytingar á jarðvegi og umhverfi þeirra. Það er mikilvægt að hafa bæði staðgóða þekkingu á áhrifum inngripa í röskuðum vistkerfum og að skilja framvinduferli í náttúrulegum vistkerfum.

Landupplýsingar

Landupplýsingar lýsa hlutum; staðsetningu, afmörkun og eiginleikum t.d. staðsetningu mannvirkja eða lögun landfræðilegra fyrirbæra eins og skóga, lóða, vatna, vega eða landsvæða. Þær er hægt að tengja við staðsetningu (skilgreint sem punktur, lína, svæði eða magn) á jörðinni, einkum upplýsingar um náttúrufyrirbæri og menningu. Staðsetningargögnin geta verið tiltekin hnit eða staðsetning með minni nákvæmni eins og ákveðin svæði.

Vöktun á gróðri

Íslensk þurrlendisvistkerfi veita fjölbreytta þjónustu; þau eru grundvöllur margs konar atvinnustarfsemi, draga úr áhrifum náttúruhamfara og miðla okkur neysluvatni. Við allan atvinnurekstur þar sem gæði landsins eru nýtt s.s. við hefðbundinn landbúnað eða ferðaþjónustu er mikilvægt að góð þekking á gróður- og jarðvegsauðlindum landsins sé til staðar. Því þurfa upplýsingar um ástand lands og breytingar á því að liggja fyrir á hverjum tíma, svo unnt sé að tryggja sjálfbæra landnýtingu.

Anne Bau

Anne Bau

líffræðingur

S. 488 3037 / 856 0231
anne(-)land.is

Ágústa Helgadóttir

Ágústa Helgadóttir

líffræðingur

S. 488 3000 / 488 3031
agustah(-)land.is

 

Anna María Ágústsdóttir

Anna María Ágústsdóttir

jarðfræðingur

S. 488 3000 / 488 3036
annamaria(-)land.is

 

Arna Björk Þorsteinsdóttir

Arna Björk Þorsteinsdóttir

landfræðingur

S. 488 3034 / 856 0234
arna(-)land.is

 

 Guðmundur Halldórsson

Guðmundur Halldórsson

rannsóknastjóri

S. 488 3000 / 488 3033
gudmundurh(-)land.is

Guðný H. Indriðadóttir

Guðný H. Indriðadóttir

sérfræðingur

S. 488 3038
gudnyh(-)land.is

 

Jóhann Thorarensen

Jóhann Thorarensen

jarðfræðingur

S. 488 3014
johann(-)land.is

 

Kristín Svavarsdóttir

Kristín Svavarsdóttir

líffræðingur, plöntuvistfræðingur

S. 488 3000 / 488 3094
kristins(-)land.is

 

Magnús H. Jóhannsson

Magnús H. Jóhannsson

sviðsstjóri þróunarsviðs

S.  488 3019 / 892 3099
magnus(-)land.is

Örn Þór Halldórsson

Örn Þór Halldórsson

verkefnastjóri

S. 488 3082 /  899 0551
orn.thor.halldorsson(-)land.is

 

Viltu senda okkur ábendingu eða athugasemd?