land.is

Landgræðslan

Heim » Stofnunin

Stofnunin

Við hjá Landgræðslunni heyrum undir matvælaráðuneytið og vinnum samkvæmt lögum um landgræðslu að því að vernda, endurheimta og bæta þær auðlindir þjóðarinnar sem fólgnar eru í gróðri og jarðvegi og tryggja sjálfbæra nýtingu lands. Ennfremur að fræðslu, leiðbeiningum, rannsóknum, þróunarstarfi o.fl. á þessu sviði. Landgræðslan hét áður Sandgræðsla Íslands og var stofnuð árið 1907.

Við erum 116 ára gömul stofnun, sem hefur víðtæk áhrif á umhverfi og náttúru, lífsgæði og heilsu. Við erum leiðandi og framsækin og setjum markið hátt í öllu því er kemur að endurheimt vistkerfa, landgræðslu, jarðvegsvernd, landnýtingu, endurheimt votlendis, loftslagsbókhaldi og svo mætti lengi telja.  Síðast en ekki síst höfum við yfir að ráða öflugum hópi starfsfólks með þverfaglegan bakgrunn sem veitir eld og ástríðu fyrir verkefnum okkar.

Við hvetjum til almennrar þátttöku í landgræðslu og vinnum að þróun starfsins, m.a. með rannsóknum. Við öflum upplýsinga um landnýtingu og ástand lands, höfum yfirsýn yfir og eftirlit með framkvæmdum í landgræðslu á landsvísu. Við höfum jafnframt umsjón með landgræðslusvæðum. Með vísun í fyrrgreind lög vinnum við landgræðsluáætlun á landsvísu, sem og svæðisáætlanir um landgræðslu.