Landgræðsla ríkisins heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið og vinnur samkvæmt lögum um landgræðslu að stöðvun jarðvegs- og gróðureyðingar, gróðureftirliti og gróðurvernd. Ennfremur að fræðslu, leiðbeiningum, rannsóknum og þróunarstarfi á þessu sviði. Landgræðslan hét áður Sandgræðsla Íslands og var stofnuð árið 1907. Landgræðslan starfar samkvæmt lögum um landgræðslu nr. 17/1965 og lögum gegn landbroti nr. 91/2002.

Höfuðstöðvar Landgræðslunnar eru í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Landgræðslustjóri situr í Gunnarsholti og þar er aðsetur þjónustusviða stofnunarinnar og einnig fræverkunarstöð til framleiðslu og verkunar á fræi til landgræðslu.

Megintilgangur landgræðslustarfsins

  • Stöðva hraðfara jarðvegsrof og gróðureyðingu og fyrirbyggja frekari eyðingu og landsspjöll.
  • Byggja upp gróður og jarðveg í samræmi við gróðurskilyrði og landnýtingarþörf.
  • Landnýting verði sjálfbær.
  • Binda kolefni í gróðri og jarðvegi til mótvægis við losun gróðurhúsalofttegunda

Hlutverk og stefna Landgræðslu ríkisins. Sjá bæklinginn  Auðlindir arfleifð og lífsgæði: Stefna Landgræðslu ríkisins 2008-2020

Landverndarsvið

Meginhlutverk landverndarsviðs er jarðvegs- og gróðurvernd og uppbygging vistkerfa m.a. með því að stuðla að sjálfbærri nýtingu þeirra. Starfræksla héraðssetra, gerð og eftirfylgni landgræðslu- og héraðsáætlana, landgræðsluframkvæmdir, eftirlit með landnýtingu og varnir gegn landbroti. Umsjón með styrkveitingum og árangri landbótaverkefna.

Fjármál og rekstur

Meginhlutverk rekstrarsviðs er umsjón með rekstri, umsýsla eigna og stoðþjónusta fyrir starfsemi Landgræðslunnar.

Þróunarsvið

Meginhlutverk þróunarsviðs er rannsókna- og þróunarstarf, söfnun og varðveisla landupplýsinga, miðlun á niðurstöðum rannsókna og annarri þekkingu um landgræðslu til að efla faglegan grunn landgræðslustarfsins.

Fræðsla og almannatengsl

Meginhlutverk er fræðsla um mikilvægi jarðvegs- og gróðurverndar og miðlun upplýsinga um starfsemi Landgræðslunnar og landgræðslustarfið almennt.

Árni Bragason
Landgræðslustjóri
arni@land.is
Magnús H. Jóhannsson,
sviðsstjóri þróunarsviðs
magnus@land.is
Hulda Karlsdóttir,
fjármála- og rekstrarstjóri
hulda@land.is
Gústav M. Ásbjörnsson
sviðsstjóri landverndarsviðs
gustav@land.is

Nánari upplýsingar

  • Landgræðsla ríkisins, Gunnarsholti, 851 Hellu.
  • Kennitala: 710169-3659
  • Sími: 488-3000. Fax: 488-3010
  • Netfang: land@land.is
  • Skrifstofan er opin virka daga kl. 8:00-16:00