Aðsetur héraðsfulltrúa Norðurlands vestra er á Sauðárkróki. Starfssvæði héraðssetursins er Skagafjarðarsýsla og Húnavatnssýslur.

Helstu verkefni
Umsjón með verkefnum Landgræðslunnar á starfssvæðinu, ásamt ráðgjöf um landgræðslustörf og landnýtingu. Umsjón með verkefninu „Bændur græða landið“, en um 135 þátttakendur eru á starfssvæðinu. Einnig umsjón með vörnum gegn landbroti, auk ýmissa annarra verkefna á svæðinu, s.s. eftirlit með landnýtingu, fræðslu um landgræðslu og landlæsi, auk samskipta við einstaklinga, félagasamtök og sveitastjórnir. Bjarni Maronsson, héraðsfulltrúi, hefur einnig yfirumsjón með Hagagæðum.

Bændur græða landið – BGL   
Gæðastýring í sauðfjárrækt  
Hagagæði
Landverndarsvið
Umsóknir
Varnir gegn landbroti – VGL
Þróunarsvið

Héraðsáætlanir Landgræðslunnar eru samantekt á helstu rofsvæðum á landinu og forgangsröðun verkefna út frá aðstæðum á hverjum stað. Rofsvæðin eru hér flokkuð eftir alvarleika rofs, aðgengi að þeim, hvernig þau eru yfirferðar, hæð yfir sjávarmáli og eignarhaldi. Héraðsáætlanir ekki áætlanir um uppgræðslu lands, en þær geta verið gott verkfæri þegar gera á slíkar áætlanir, hvort sem í hlut eiga sveitarfélög, einstaklingar eða félagasamtök.

Héraðsáætlanir 2015 Inngangur   
Héraðsáætlanir 2015 Vesturland og Vestfirðir  
Héraðsáætlanir 2015 Norðurland vestra  
Héraðsáætlanir 2015 Norðurland eystra  
Héraðsáætlanir 2015 Austurland  
Héraðsáætlanir 2015 Suðurland

Nokkur landgræðslusvæði á Norðurlandi vestra
Eyvindarstaðaheiði, Fossabrúnir, Garðssandur, Goðadalsfjall, Hafragilsgirðing, Litlisandur, Rugludalur, Skiptabakki og Sigríðarstaðarsandur

Aðsetur
Héraðssetur Landgræðslu ríkisins
Borgarsíða 8, 550 Sauðárkrókur

Bjarni Maronsson

Bjarni Maronsson

héraðsfulltrúi / verkefnisstjóri Hagagæða

S. 488 3049 og 856 0235
bjarni@land.is

 

Viltu senda okkur ábendingu eða athugasemd?