Landgræðslan heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið og vinnur samkvæmt lögum um landgræðslu að því að vernda, endurheimta og bæta þær auðlindir þjóðarinnar sem fólgnar eru í gróðri og jarðvegi og tryggja sjálfbæra nýtingu lands. Ennfremur að fræðslu, leiðbeiningum, rannsóknum, þróunarstarfi o.fl. á þessu sviði. Landgræðslan hét áður Sandgræðsla Íslands og var stofnuð árið 1907. Landgræðslan starfar samkvæmt lögum um landgræðslu 155/2018 sem samþykkt voru á Alþingi í desember 2018.

Höfuðstöðvar Landgræðslunnar eru í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Landgræðslustjóri situr í Gunnarsholti og þar er aðsetur þjónustusviða stofnunarinnar og einnig fræverkunarstöð til framleiðslu og verkunar á fræi til landgræðslu.

Hlutverk Landgræðslunnar

 • • Leiðbeina um vernd, endurheimt og sjálfbæra nýtingu lands
  • Vinna að og hvetja til þátttöku í landgræðslu.
  • Vinna að þróun landgræðslu, m.a. með því að stunda rannsóknir og þróunarstarf.
  • Afla upplýsinga um landnýtingu og ástand lands og miðla þeim.
  • Hafa yfirsýn yfir og eftirlit með áætlunum og framkvæmdum í landgræðslu í landinu.
  • Hafa umsjón með landgræðslusvæðum.
  • Hafa eftirlit með framkvæmd laga um landgræðslu og annast daglega stjórnsýslu á því sviði.

Sjá bæklinginn  Auðlindir arfleifð og lífsgæði: Stefna Landgræðslu ríkisins 2008-2020

Landvernd og ráðgjöf

Meginhlutverk: Verkefni sem snúa að vernd, endurheimt og uppbyggingu vistkerfa, sjálfbærri landnýtingu og mati á ástandi gróðurs og jarðvegs. Nánar.

Stoðþjónusta

Meginhlutverk: Umsjón með fjármálum, mannauðsmálum, rekstri fasteigna og stoðþjónusta fyrir starfsemi stofnunarinnar. Nánar.

Rannsóknir og vöktun

Meginhlutverk: Rannsóknir á ástandi vistkerfa og vistfræðilegri nálgun við endurheimt þurrlendis- og votlendisvistkerfa og vöktun gróðurs og jarðvegs. Nánar.

Samskipti og áætlanir

Meginhlutverk: Fræðsla, ráðgjöf, áætlanagerð og víðtækt samstarf um vistkerfisnálgun í landnýtingu og endurheimt vistkerfa sem hafa skemmst. Nánar.

Árni Bragason

Árni Bragason

landgræðslustjóri

arni.bragason@land.is
Elín Fríða Sigurðardóttir

Elín Fríða Sigurðardóttir

Stoðþjónusta fjármálastjóri

elinfrida@land.is

Magnús H. Jóhannsson

Magnús H. Jóhannsson

Rannsóknir og vöktun sviðsstjóri

magnus@land.is

Gústav M. Ásbjörnsson

Gústav M. Ásbjörnsson

Landvernd og ráðgjöf sviðsstjóri

gustav@land.is

Þórunn Pétursdóttir

Þórunn Pétursdóttir

Samskipti og áætlanir sviðsstjóri

thorunnp@land.is

 

Nánari upplýsingar

 • Landgræðslan, Gunnarsholti, 851 Hellu.
 • Kennitala: 710169-3659
 • Sími: 488-3000. Fax: 488-3010
 • Netfang: land@land.is
 • Skrifstofan er opin virka daga kl. 8:30-16:00