Hlutverk okkar

Hlutverk og stefna Landgræðslunnar

Við erum þekkingar- og þjónustustofnun. Markmiðin eru að vernda, endurheimta og bæta þær auðlindir þjóðarinnar sem fólgnar eru í gróðri og jarðvegi og tryggja sjálfbæra nýtingu lands. Við störfum eftir lögum um landgræðslu nr 155/2018

Hlutverk okkar eru

Sandgræðsla, sem er hefting jarðvegsrofs og sandfoks, græðsla gróðurlausra og gróðurlítilla landsvæða.

Gróðurvernd, sem stuðlar að eflingu gróðurs til að auka mótstöðuafl lands gegn eyðingu.

Gróðureftirlit, þar sem fylgst er með nýtingu gróðurs og unnið gegn spjöllum á gróðurlendum.

Varnir gegn landbroti af völdum fallvatna, sem ógna eða valda tjóni á landi eða mannvirkjum.

Þátttöku Íslendinga í alþjóðlegu samstarfi fylgja skuldbindingar í umhverfismálum sem hafa áhrif á landgræðslustarfið og þar með hlutverk Landgræðslunnar.

Landgræðslan

Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Fax 488-3010 | Netfang land@land.is