„Hagagæði“ er samstarfsverkefni Félags hrossabænda og Landgræðslu ríkisins, um landnýtingu og úttektir hrossahaga. Stofnað var til verkefnisins á yfirstandandi ári. Hagagæði eru að nokkru leyti framhald af landnýtingarþætti Gæðastýringar í hrossarækt, sem varð til árið 2000. Gæðastýringin var lögð niður á árslok 2016. Verkefnið er í umsjá Landgræðslunnar og annast starfsfólk hennar úttektir á beitarlandi þátttakenda.

Megintilgangur Hagagæða er: að tryggja sjálfbæra nýtingu beitarlands, að tryggja velferð hrossa og auka ábyrgð landnotenda sem vörslumanna lands. Einnig að auka umhverfisvitund landeigenda og landnotenda.

Þátttakendur geta orðið hrossabændur og aðrir, sem halda hross í atvinnuskyni eða til brúkunar í tómstundum. Einnig sveitarfélög og hestamannafélög, sem eiga eða hafa umsjón með hrossabeitarhólfum til almenningsnota. Þá eru stóðhestahólf sérstök úttektareining og boðið er upp á vöktun á beitarástandi þeirra.

Miklu skiptir að beitarnýting hrossabænda sé sjálfbær og þeir, sem standast úttektarkröfur Hagagæða fá það viðurkennt opinberlega. Slík viðurkenning er í takt við kröfur nútímans um góða umgengni um land og gróður og vekur athygli á þátttakendum verkefnisins og starfsemi þeirra.

Eðli málsins samkvæmt er fyrsta starfsárið, eins konar tilraunaár. Á næsta ári verður farið yfir reynsluna af verkefninu og úttektarreglur og aðrir þættir verkefnisins endurskoðaðir og gerðar breytingar, ef þurfa þykir. Lagt var upp með að þátttakendur í fyrrum landnýtingarþætti Gæðastýringarinnar yrðu sjálfkrafa þátttakendur í Hagagæðum, enda stæði vilji þeirra til þess og beitarland viðkomandi uppfyllti úttektarkröfur verkefnisins.

Árið 2016 voru 40 bú þátttakendur í landnýtingarþættinum. Tvö þeirra eru ekki með í Hagagæðum en sex ný bú stóðust úttektarkröfur og gerðust þátttakendur í verkefninu. Samtals eru því 44 þátttakendur í Hagagæðum á fyrsta starfsári verkefnisins.

 

  Árið 2017 stóðust eftirtalin hrossabú úttektir vegna landnýtingar

  1. Sauðanes Ágúst M. Ágústsson/Steinunn Halldórsdóttir Norður-Þingeyjarsýsla
  2. Bakki, Svarfaðardal Þór Ingvason Eyjafjarðarsýsla
  3. Bringa Bringa ehf. Sverrir Reynir/Guðbjörg Jóna Eyjafjarðarsýsla
  4. Hólsgerði Brynjar Skúlason/Sigríður Bjarnadóttir Eyjafjarðarsýsla
  5. Jarðbrú Þorsteinn Hólm Stefánsson/Þröstur Karlsson Eyjafjarðarsýsla
  6. Litla-Brekka Vignir Sigurðsson Eyjafjarðarsýsla
  7. Ásgeirsbrekka Jóhann Ingi Haraldsson Skagafjarðarsýsla
  8. Enni Haraldur þ. Jóhannsson/Eindís Kristjánsdóttir Skagafjarðarsýsla
  9. Flugumýri II Flugumýri ehf. Anna Sigurðardóttir Skagafjarðarsýsla
  10. Hafsteinsstaðir Skapti Steinbjörnsson/Hildur Claessen Skagafjarðarsýsla
  11. Hólar í Hjaltadal Hólaskóli Skagafjarðarsýsla
  12. Hverhólar Freysteinn Traustason/Birna S. Hafsteinsdóttir Skagafjarðarsýsla
  13. Íbishóll Íbishóll ehf, Magnús Bragi/Elisabeth Jansen. Skagafjarðarsýsla
  14. Kálfsstaðir Ólafur Sigurgeirsson/Sigríður Björnsdóttir Skagafjarðarsýsla
  15. Nautabú Karen Steindórsdóttir/Eyjólfur Þórarinsson Skagafjarðarsýsla
  16. Tunguháls II Þórey Helgadóttir Skagafjarðarsýsla
  17. Víðidalur/Kirkjuhóll Pétur Stefánsson Skagafjarðarsýsla
  18. Ytra-Skörðugil Ingimar Ingimarsson Skagafjarðarsýsla
  19. Ytra-Vallholt Vallholt ehf. Björn og Harpa Skagafjarðarsýsla
  20. Geitaskarð Íslensk hrossarækt Austur-Húnavatnssýsla
  21. Hof í Vatnsdal Jón Gíslason/Eline Schrijver Austur-Húnavatnssýsla
  22. Hólabak Björn Magnússon Austur-Húnavatnssýsla
  23. Steinnes Magnús Jósefsson Austur-Húnavatnssýsla
  24. Auðunnarstaðir I Júlíus G. Antonsson Vestur-Húnavatnssýsla
  25. Stóra-Ásgeirsá Elías Guðmundsson/Magnús Á. Elíasson Vestur-Húnavatnssýsla
  26. Ytri-Þóreyjarnúpur Þórey ehf/ Gerður Hauksdóttir Vestur-Húnavatnssýsla
  27. Þóreyjarnúpur Þóreyjarnúpshestar ehf/Halldór G.Guðnason Vestur-Húnavatnssýsla
  28. Hjarðarholt Þorvaldur T. Jónsson/Hrefna B. Jónsdóttir Mýra-og Borgarfjarðarsýsla
  29. Lundar II Sigbjörn Björnsson Mýra-og Borgarfjarðarsýsla
  30. Oddsstaðir I Sigurður O. Ragnarsson/Guðbjörg Ólafsdóttir Mýra- og Borgarfjarðarsýsla
  31. Ölvaldsstaðir IV Guðrún Fjeldsted Mýra-og Borgarfjarðarsýsla
  32. Hömluholt Gísli Guðmundsson Snæfellsnessýsla
  33. Auðsholtshjáleiga/Grænhóll Gunnar Arnarson Árnessýsla
  34. Hólar í Árborg Ímastaðir ehf/Einar Hallsson Árnessýsla
  35. Hraun I Hrafnkell Karlsson Árnessýsla
  36. Hvoll I Ólafur H. Einarsson Árnessýsla
  37. Litlaland Sveinn Steinarsson Árnessýsla
  38. Árbæjarhjáleiga Kristinn Guðnason/Marjolijn Tiepen Rangárvallasýsla
  39. Ásborg Eydís Þ. Indriðadóttir Rangárvallasýsla
  40. Fet/Lindarbær Fet ehf Rangárvallasýsla
  41. Hemla Vignir Siggeirsson/Lovísa Ragnarsdóttir Rangárvallasýsla
  42. Kirkjubær Kirkjubæjarbúið/Ágúst Sigurðsson Rangárvallasýsla
  43. Oddhóll Sigurbjörn Bárðarson Rangárvallasýsla
  44. Vakursstaðir Valdimar og Hjörtur Bergstað Rangárvallasýsla

  Viltu senda okkur ábendingu eða athugasemd?