Höfuðstöðvar Landgræðslu ríksins eru í Gunnarsholti í Rangárþingi. Í Gunnarsholti er aðsetur landverndarsviðs, þróunarsviðs og  skrifstofu fjármála og rekstrar. Sagnagarður, fræðslu- og kynningarsetur Landgræðslunnar, er í Gunnarsholti.

Í Gunnarsholti er einnig héraðssetur Landgræðslunnar á Suðurlandi.

Landgræðsla ríkisins heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið og vinnur samkvæmt lögum um landgræðslu að stöðvun jarðvegs- og gróðureyðingar, gróðureftirliti og gróðurvernd. Ennfremur að fræðslu, leiðbeiningum, rannsóknum og þróunarstarfi á þessu sviði. Landgræðslan hét áður Sandgræðsla Íslands og var stofnuð árið 1907.

Smella hér til að sjá skipurit

Smella hér til að sjá kort

Starfsmenn Landgræðslu ríkisins

Viltu senda okkur ábendingu eða athugasemd?