Höfuðstöðvar Landgræðslunnar eru í Gunnarsholti í Rangárþingi. Í Gunnarsholti er aðsetur landverndarsviðs, rannsóknasviðs og  skrifstofu stoðþjónustu. Sagnagarður, fræðslu- og kynningarsetur Landgræðslunnar, er í Gunnarsholti.

Í Gunnarsholti er einnig héraðssetur Landgræðslunnar á Suðurlandi.

Landgræðslan heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið og vinnur samkvæmt lögum um landgræðslu að stöðvun jarðvegs- og gróðureyðingar, gróðureftirliti og gróðurvernd. Ennfremur að fræðslu, leiðbeiningum, rannsóknum og þróunarstarfi á þessu sviði. Landgræðslan hét í upphafi Sandgræðsla Íslands sem var stofnuð árið 1907.

Smella hér til að sjá skipurit

Smella hér til að sjá kort

Starfsmenn Landgræðslunnar

Viltu senda okkur ábendingu eða athugasemd?