Varnir gegn landbroti

Landgræðslan hefur það hlutverk skv. lögum um varnir gegn landbroti (lög nr. 91/2002) að draga úr eða koma í veg fyrir landbrot og annað tjón á landi, landkostum eða mannvirkjum með Vörnum gegn landbroti af völdum fallvatna.

Aðgerðir til varnar landbroti

Aðgerðir til að hefta landbrot af völdum vatnsfalla geta verið fólgnar í bakkavörnum, gerð varnargarða, eða öðrum aðgerðum sem fela í sér lagfæringu á rennsli áa eða árfarvegum. Með bakkavörnum er átt við að grjót- og/eða malarfylling er sett við árbakkann til þess að stöðva landbrot. Bakkavarnir hafa oft á tíðum minni áhrif á rennsli áa og eru minna áberandi í umhverfinu en varnargarðar. Varnargarðar geta á hinn bóginn verið nauðsynlegir þar sem ár bera undir sig framburð og flæmast út fyrir farvegi sína.

Framkvæmd varnaraðgerða

Landgræðslan á náið og gott samstarf við Vegagerðina um framkvæmd varna gegn landbroti. Ef varnaraðgerðum er ætlað að verja bæði gróðurlendi og samgöngumannvirki hafa þessar stofnanir skipt með sér kostnaði, en Vegagerðin annast og hefur umsjón með varnaraðgerðum vegna vega, brúa og annarra samgöngumannvirkja á landi. Þar sem vandasamar eða umfangsmiklar fyrirhleðsluframkvæmdir eru fyrirhugaðar á vegum Landgræðslunnar, annast Vegagerðin verkfræðilegan undirbúning, útboð og eftirlit með þeim. Siglingastofnun annast gerð varnargarða gegn ágangi sjávar.

Helstu verkefni

Undanfarin ár hafa verið á fjárlögum 70 – 80 milljónir króna til fyrirhleðsluverkefna á landinu. Aðkallandi verkefni eru við vatnsföll víða um land auk þess sem sinnt er viðhaldi eldri varnargarða. Ekki er unnt að sinna nema hluta þeirra beiðna sem berast árlega um aðgerðir. Við forgangsröðun verkefna er lögð áhersla á varnaraðgerðir þar sem ræktuðu landi, byggingum eða öðrum mannvirkjum stafar hætta af ágangi vatna. Árlega er unnið að fyrirhleðsluaðgerðum á 40-50 stöðum á landinu. Stærstu verkefnin eru við Markarfljót í Rangárvallasýslu, Héraðsvötn í Skagafirði, Skaftá, Jökulsá á Fjöllum og Jökulsá í Lóni.

Bændur græða landið

Hagagæði

Gæðastýring í sauðfjárrækt

Ýmis viðfangsefni Landverndarsviðs

Umsóknir

Héraðsáætlanir Landgræðslunnar eru samantekt á helstu rofsvæðum á landinu og forgangsröðun verkefna út frá aðstæðum á hverjum stað. Rofsvæðin eru hér flokkuð eftir alvarleika rofs, aðgengi að þeim, hvernig þau eru yfirferðar, hæð yfir sjávarmáli og eignarhaldi. Héraðsáætlanir ekki áætlanir um uppgræðslu lands, en þær geta verið gott verkfæri þegar gera á slíkar áætlanir, hvort sem í hlut eiga sveitarfélög, einstaklingar eða félagasamtök. Smella hér til að sjá skýrsluna.

Ársskýrslur
Ársskýrsla 2017
Ársskýrsla 2015
Ársskýrsla 2014

 

Kynningarskýrsla um aðgerðir til varnar Skjálftavatni

 

Sigurjón Einarsson

Sigurjón Einarsson

verkefnisstjóri VGL

S. 488 3000/488 3011/856 0432
sigurjone@land.is

Viltu senda okkur ábendingu eða athugasemd?