Dimmuborgir

Friðlýst náttúruvætti
Jarðminjar Dimmuborga eru einstakar á landsvísu og voru þær friðlýstar sem náttúruvætti árið 2011. Dimmuborgir urðu til í eldsumbrotum fyrir um 2300 árum þegar hraun rann frá Lúdents- og Þrengslaborgum um Laxárdal og í sjó fram í Skjálfandaflóa, um 63 km leið.
Verndun Dimmuborga
Aldalöng jarðvegs- og gróðureyðing sunnan Mývatns gerði það að verkum að mikill foksandur barst inn í Dimmuborgir og um 1940 voru þær að fyllast af sandi og syðsti hluti þeirra kominn í kaf. Eigendur Dimmuborga, bændur á Geiteyjarströnd, afhentu Landgræðslu ríkisins landið til eignar og umráða árið 1942. Til að hefta sandfokið var gripið til mikilla landgræðsluaðgerða. Landið var girt af til að friða það fyrir beit, grjótgarðar hlaðnir til varnar sandskriði og melgresi sáð í skjóli þeirra. Upp úr 1990 var aftur ráðist í umfangsmiklar landgræðsluaðgerðir í Dimmuborgum og var þá meðal annars heymoð notað til að fergja og græða upp mikla sandskafla fyrir sunnan Kirkjuna. Með þessum aðgerðum tókst að stöðva sandfokið og eru Dimmuborgir nú að mestu grónar og birki að breiðast út.
Gróður og hraunmyndanir í Dimmuborgum eru viðkvæmar fyrir raski. Merktar gönguleiðir liggja um svæðið og þaðan má sjá flesta athyglisverða staði í Borgunum. Verndum Dimmuborgir með því að fylgja gönguleiðum og ganga vel um.

 

Dimmuborgir

Nature reserve area
The unique lava formations of Dimmuborgir were created when the crater row of Lúdents- and Þrengslaborgir erupted around 2300 years ago. Lava flowed over the ancient lake Mývatn and down the valley of Laxárdalur to sea at Skjálfandaflói, a distance of 63 km.
Preservation of Dimmuborgir
Around 1940 Dimmuborgir was silting up with wind-blown sand and the southern most areas already totally submerged. To counteract this a conservation program was initiated. In 1942 the owners of Dimmuborgir, the farmers of Geiteyjarströnd, handed over ownership of the area to the Soil Conservation Service. To begin with, the land was fenced off to protect it from sheep grazing. Furthermore, stone barriers were erected and lyme-grass was sown in the southern part of the area. Over the years the lyme-grass has extended and effectively reduced the problem of silting and the area is now for the most part reclaimed. Native birch trees have consequently naturally spread over the area.
A network of walking trails is now in Dimmuborgir, providing an excellent opportunity to view the main attractions. Note that the soil is particularly sensitive due to wind erosion and the rocks are brittle and fragile. Please keep to the officially marked trails and help preserve the area.

Viltu senda okkur ábendingu eða athugasemd?