Landgræðslan

Stofnuð 1907

Við verndum

Við endurheimtum

Við bætum auðlindir okkar

Með þér tryggjum við sjálfbæra nýtingu

Endurheimt vistkerfa er náttúruverndaraðgerð

19.08.2019. Endurheimt vistkerfa er náttúruverndaraðgerð – líka á miðhálendi Íslands. Í Fréttablaðinu í dag er umfjöllun þar sem segir að Landgræðslan telji stofnun miðhálendisþjóðgarðs draga úr möguleikum endurheimtar vistkerfa á miðhálendinu. Það er alls ekki skoðun...

Hjálpum náttúrunni að hjálpa sér sjálfri

28.6.2019 / „Ein mikilvirkasta aðferðin sem við höfum til kolefnisjöfnunar verndar um leið íslenska náttúru og því mikilvægt að við nýtum okkur hana í sem flestum tilfellum" segir Þórunn Pétursdóttir sviðsstjóri hjá Landgræðslunni í viðtali við Fréttablaðið í dag....

Alvarlegir hnökrar á framkvæmd landnýtingarþáttar gæðastýringar í sauðfjárrækt

18.06.2019 / Alvarlegir hnökrar á landnýtingu við gæðastýringu í sauðfjárrækt eru umfjöllunarefni Ólafs G. Arnalds, prófessors við Landbúnaðarháskóla Íslands, í nýju riti sem hann hefur gefið út. Ritið er nr. 118 í ritröð Landbúnaðarháskólans, og ber heitið Á röngunni...

Alþjóðlegur dagur gegn landeyðingu og netnámskeið um þróun sjálfbærra viðskiptamódela fyrir endurheimt landgæða

Sautjándi júní er alþjóðlegur dagur gegn landeyðingu en á þessum degi árið 1994 samþykktu Sameinuðu þjóðirnar sáttmála um varnir gegn myndun eyðimarka í heiminum eða eyðimerkursamninginn (United Nations Convention to Combat Desertification, UNCCD). Landgræðsluskóli...

Landgræðsluskólinn með námskeið í Mongólíu um sjálfbæra nýtingu beitilanda á tímum loftslagsbreytinga

7.6.2019 / Nýlokið er í Mongólíu sjö daga námskeiði á vegum Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra nýtingu beitilanda á tímum loftslagsbreytinga. Markmið námskeiðsins var að þjálfa heimamenn í miðlun og nýtingu þekkingar á vöktun beitilanda með það...

Huga þarf að uppgræðslu á einni milljón hektara lands

16.5.2019 / „Ástandið í loftslagsmálum, sem birtist okkur m.a. í hlýnun andrúmsloftsins, kallar á róttækar aðgerðir og nýja hugsun í umhverfismálum. Efst á blaði er auðvitað sú breyting á lífsháttum okkar og neyslumenningu sem verður að koma til. Það helst svo í...

Landgræðsluverðlaunin 2019

11.4.2019 / Í dag voru Landgræðsluverðlaunin 2019 afhent á ársfundi Landgræðslunnar á Grand Hótel í Reykjavík. Þetta var í 29. sinn sem Landgræðsla ríkisins veitir þessi verðlaun. Landgræðsluverðlaunin eru veitt árlega einstaklingum og félagasamtökum sem hafa unnið að...

Jarðvegur sem spennandi kennslumiðill: Tilraunir og verkefni í menntun til sjálfbærni

1.4.2019 / Síðastliðinn laugardag var Guðrún Schmidt, fræðslufulltrúi Landgræðslunnar, með vinnustofu á ráðstefnunni „Vísindi í námi og leik“ sem var haldin á Akureyri á vegum Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri og Málþings um náttúrufræðimenntun. Í...

Landgræðslan

Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Fax 488-3010 | Netfang land@land.is