Get Adobe Flash player

STOFNANIR - FRÉTTIR

LBHÍ
LMÍ
UST
SR

Áhrif hugmynda um Hagavatnsvirkjun á sandfok af svæðinu sunnan Langjökuls


150Í fréttum Ríkisútvarpsins í hádeginu í dag sagði að Landgræðsla ríksins hefði lagt áherslu á að virkjað væri við Hagavatn. Af því tilefni skal það áréttað að það er ekki hlutverk Landgræðslunnar að segja til um hvort eða hvar sé rétt að virkja. Hins vegar hefur Landgræðslan nokkrum sinnum verið beðin um umsögn vegna þeirra umhverfisáhrifa sem hugsanleg Hagavatnsvirkjun hefði á sandfok á svæðunum sunnan Langjökuls. Á þessu tvennu er reginmunur.


Lesa meira...

Tillaga til þingsályktunar um flokkun, vernd og skráningu ræktunarlands


IMG 0622 150pixBúið er að leggja fyrir Alþingi tillögu til þingsályktunar um flokkun, vernd og skráningu ræktunarlands. Tillagan miðar að því að upplýsingar um ræktunarland séu aðgengilegar öllum og að mótuð verði stefna um varðveislu ræktunarlands þannig að komist verði hjá því að því verði varið óskynsamlega eða því spillt.
Lesa meira...

Land tapast daglega því fjármagn skortir


150 pix IMG 2363Landgræðslan getur ekki sinnt nema fáum beiðnum um varnir gegn landbroti hverju ári. Fjármagn til málaflokksins endurspeglar engan veginn þörfina. Biðlisti yfir aðkallandi framkvæmdir allt kringum landið lengist ár frá ári.
Lesa meira...