Get Adobe Flash player

STOFNANIR - FRÉTTIR

LBHÍ
LMÍ
UST
SR

Íslensk jarðvegsvernd sett í alþjóðlegt samhengi


150AMNýlega kom út grein eftir Önnu Maríu Ágústsdóttur, Svein Runólfsson og Þórunni Pétursdóttur í bók sem ber heitið Innovative Strategies and Policies For Soil Conservation. Bókin er í ritröðinni Advances in GeoEcology, á vegum International Society of Soil Science, og Catena Verlag sem gefur bókina út.
Greinin ber heitið Icelandic Soil Conservation in the European Context: Laws, Policies and Approaches. Þar er fjallað um aldarlanga baráttu Íslendinga við landhnignun og landeyðingu og hún sett í alþjóðlegt samhengi. Jarðvegurinn, þessa örþunna skán á yfirborði jarðarinnar, er sá grunnur sem allt líf byggir á. Moldin er einnig samnefnari helstu umhverfismála dagsins í dag og það sem tengir saman stóru umhverfissáttmálana: um aðgerðir gegn eyðimerkurmyndun (UNCCD), um líffræðilega fjölbreytni (CBD), um loftlagsbreytingar (UNFCCC), og Ramsar samninginn um verndun votlendis.


Lesa meira...

Jarðvegsvernd gegn lofslagsbreytingum


150IMG 0271 litilMiðvikudaginn 25. nóvember kl. 08:15-10:00 verður morgunverðarfundur á Nauthóli í Nauthólsvík undir yfirskriftinni ÁR JARÐVEGS - ÖLD UMHVERFISVITUNDAR - ALDA NÝRRAR HUGSUNAR! Jarðvegsvernd gegn loftslagsbreytingum. Fundurinn er sá síðasti í fundaröð sem Samstarfshópur um Alþjóðlegt ár jarðvegs 2015 hefur staðið fyrir undanfarna mánuði.


Lesa meira...

Tilgangurinn með landgræðslu


150aIMG 6318Hver er tilgangurinn með landgræðslu? Ef landgræðslulögin frá 1965 eru lesin þá kemur greinilega fram að tilgangurinn með starfi Landgræðslunnar er að búa til nytjaland; beitarland fyrir búfé. Með tímanum höfum við hins vegar séð að hlutirnir eru ekki svo einfaldir að Landgræðslan komi bara með fræ og áburð og eftir nokkur ár þá sé komið nýtingarhæft land. Reykir á Skeiðum og Skógey í Hornafirði eru góð dæmi en þau eru auðvitað fleiri.


Lesa meira...