Get Adobe Flash player

STOFNANIR - FRÉTTIR

LBHÍ
LMÍ
UST
SR

Landgræðsla við Bleiksárgljúfur


IMG 0119Við björgunaraðgerðir og leit við Bleiksárgljúfur í Fljótshlíð dagana 10.-28. júní sl. urðu talsverðar gróðurskemmdir. Óhjákvæmilegt var að koma björgunarbúnaði upp nokkuð brattar brekkur og mjög mikið var gengið um svæðið við gljúfrið. Rýrnaði gróður töluvert og einnig lét hann mikið á sjá vegna þjöppunar og hjólför mynduðust sums staðar.


Lesa meira...

Lúpínan – ýmist elskuð eða hötuð?


alaskalupinaÞessa dagana litast hluti Íslands af fallega bláum lit lúpínunnar. Fólk fer mikinn og ýmist lýsir velþóknun eða vanþóknun sinni á þessari öflugu plöntu. Það skiptir sér í hópa eftir því hvort það er „með eða á móti lúpínu" og skammast yfir öllum þeim sem voga sér að vera á öndverðum meiði, svo ekki sé nú talað um þá sem leyfa sér að sjá bæði kosti og galla plöntunnar. Ég ætla að leyfa mér að tala fyrir hönd síðastnefnda hópsins.


Lesa meira...

Ráðstefnurit frá kolefnisráðstefnunni scs2013 komið út


SCS2013Vorið 2013 var haldin í Reykjavík stór alþjóðleg ráðstefna um kolefnisbindingu í jarðvegi. Þátttakendur voru yfir 200 og komu víðs vegar að úr heiminum. Ráðstefnan var haldin af Landgræðslu ríkisins, Landbúnaðarháskóla Íslands og Joint Research Centre of the European Commission í samstarfi við ýmsa innlenda og erlenda aðila.


Lesa meira...