Get Adobe Flash player

STOFNANIR - FRÉTTIR

LBHÍ
LMÍ
UST
SR

Mældu stærsta sandstorm á jörðinni uppi á Skógaheiði


P6030335-150Aftakaveður á heiðum í nágrenni Eyjafjallajökuls dagana 14. og 15. september 2010 er talið hafa valdið mestu efnisflutningum og landrofi sem mælst hefur á jörðinni nokkru sinni. Sandfok í kjölfar eldgosa getur haft jafn mikil eða jafnvel meiri umhverfis­áhrif en verða við öskufall í sjálfum eldsumbrotunum.
Lesa meira...

FARARHEILL eða FEIGÐARFLAN – öryggi ferðamanna og náttúruvernd


folkRótarýklúbbur Rangæinga, í samstarfi við Lögreglustjórann á Suðurlandi, boðar til málþings í Gunnarsholti26. febrúar þar sem fjallað verður um uppbyggingu ferðaþjónustu á Suðurlandi með öryggi ferðalanga og náttúruvernd að leiðarljósi. Málþingið er haldið undir yfirskriftinni FARARHEILL eða FEIGÐARFLAN – öryggi ferðamanna og náttúruvernd.
Lesa meira...

Ársskýrsla Gæðastýringar í hrossarækt er komin út


150Víðidalsth2012 103Á dögunum kom út ársskýrsla Gæðastýringar í hrossarækt. Nú eru liðin 15 ár síðan Landgræðslan tók að sér að annast landnýtingarþátt gæðastýringar í hrossarækt. Verkefnið snýst um að þeir hrossabændur sem þess óska, fái staðfest með formlegum hætti að landnýting þeirra sé með sjálfbærum hætti, enda standist meðferð þeirra á beitarlandi sett viðmið. Settar voru ákveðnar vinnureglur og viðmið sem notuð eru við úttektir á beitarlandi. Árið 2014 stóðust 40 hrossabú úttektarkröfur landnýtingarþáttarins.


Lesa meira...