Get Adobe Flash player

STOFNANIR - FRÉTTIR

LBHÍ
LMÍ
UST
SR

Alþjóðlegt ár jarðvegs


150 alþjóðlegt ár jarðvegsÍ ár er alþjóðlegt ár jarðvegs og það er rík ástæða til að minna á mikilvægi moldarinnar í vistfræðilegu og hagrænu samhengi. Moldin er okkur mönnunum lítt sýnileg og við gerum okkur því miður ekki fyllilega grein fyrir því hversu mikill grunnur hún er að afkomu okkar.Moldin/jarðvegurinn er ein af lykilstoðum grænna hagkerfa og það er löngu tímabært að við tökum af skarið og förum að umgangast þessa auðlind samkvæmt því.


Lesa meira...

Tæplega 300 þúsund plöntur gróðursettar í Hekluskógum í ár


img 3300 editedÞessa dagana er verið að undirbúa gróðursetningu vorsins í Hekluskógum, en vorkoman er heldur seinni á ferðinni en síðustu ár. Verkefnið stefnir að gróðursetningu um 280 þúsund plantna í ár og mun aukning verða á áburðardreifingu bæði kjötmjöli og tilbúnum áburði. Landgræðsla ríkisins mun styðja við verkefnið með áburðardreifingu yfir eldri gróðursetningasvæði þetta vorið, auk þess að samvinna er við Landsvirkjun um kjötmjölsdreifingu. Fjöldi sjálfboðaliðasamtaka heldur áfram stuðningi við verkefnið sem og þeir rúmlega 210 landeigendur sem hafa gert samning við verkefnið.


Lesa meira...

Bændur græða landið - Uppgræðsla með lífrænum efnum


150 jokuldals Landgræðsla ríkisins auglýsir eftir þátttakendum/samstarfsaðilum í tilraunaverkefni með lífræn áburðarefni sem hefjast mun sumarið 2015. Ætlunin er að kanna möguleika á notkun lífrænna áburðarefna innan verkefnisins Bændur græða landið (BGL) sem er samvinnuverkefni bænda og Landgræðslunnar um uppgræðslu á heimalöndum. Skilyrði fyrir þátttöku í tilraunaverkefninu er að fyrirhugað uppgræðsluland sé ógróið eða mjög lítt gróið, að beit á því sé hófleg eða það friðað fyrir beit. Svæðið þarf einnig að vera að lágmarki 4 ha að stærð. Minni svæði koma til greina ef aðstæður til uppgræðslu eru sérlega erfiðar, s.s. rofabarðasvæði.


Lesa meira...