land.is

Þetta er vefsíða Landgræðslunnar. Sú stofnun hefur nú verið sameinuð í Land og skóg. Nýtt veffang er landogskogur.is. Þessi vefur verður aðgengilegur þar til nýr vefur fyrir Land og skóg verður fullgerður.

GróLind

Þurrlendi

Vistgeta þurrlendisvistkerfa ræðst af loftslagi, landslagi og þeim jarðvegi sem þar ætti að ríkja og endurspeglar þá líffræðilegu fjölbreytni gróðurs og jarðvegs sem ætti að vera til staðar í óröskuðu vistkerfi. Með því að vernda og endurheimta vistkerfi vinnur Ísland að ýmsum alþjóðlegum skuldbindingum, til dæmis varðandi verndun líffræðilegrar fjölbreytni og aðgerðir til að sporna við loftslagsbreytingum. Landgræðslan hefur til áratuga unnið endurheimt vistkerfa.

SjalfbaerLandnyting

Sjálfbær Landnýting

Sjálfbær landnýting er grundvallarundirstaða sjálfbærs samfélags og tryggir að landnýting leiði ekki til hnignunar á gæðum lands. Mælikvarðar á sjálfbærni eru félagslegir, efnahagslegir og umhverfislegir. Sé ekki tryggt að vistkerfi uppfylli lágmarkskröfur um ástand eru forsendur sjálfbærrar nýtingar brostnar. Sjálfbær landnýting nær til allra vistkerfa þ.m.t. votlendis, skóga og ræktarlands. Mörg  verkefni Landgræðslunnar hverfast um ofangreint.

Votlendi

Votlendi

Eru mikilvæg búsvæði lífvera, mikilvægt er að vernda og endurheimta röskuð votlendi. Stórum hluta af vistkerfum landsins hefur verið raskað, virkni þeirra skert og hefur um helmingi votlendis verið raskað. Rask hefur neikvæð áhrif á líffræðilega fjölbreytni, eykur hættu á útbreiðslu ágengra framandi tegunda, raskar hringrásum næringarefna, vatns og orku, skerðir lífsgæði og framtíðar auðlindir, hefur neikvæð áhrif á kolefnisforða og kolefnisbindingu, sem og viðnámsþrótt og þanþol vistkerfa.

Um okkur

LANDGRÆÐSLAN

Frá árinu 1907 höfum við unnið hörðum höndum að umbreytingu á röskuðum vistkerfum →

Starfsfólkið okkar

Öflugur hópur starfsfólks með þverfaglegan bakgrunn → 

Starfsstöðvar

Gunnarsholt, Reykjavík, Hvanneyri, Sauðárkrókur og Ásbyrgi →

Áratugur endurheimtar vistkerfa
Ákall um verndun og endurheimt vistkerfa um heim allan í þágu fólks og náttúru.

Áratugur Endurheimtar Vistkerfa 2021-2030

Fréttir og tilkynningar

Jafnrétti er ákvörðun

Jafnrétti er ákvörðun

Landgræðslan tók á móti Jafnvægisvoginni, viðurkenningu FKA við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 12. október

Mat á ástandi lands

 

GróLind

Næstu viðburðir hér og þar

Málþing um vistkerfisnálgun

Málþing um vistkerfisnálgun

Matvælaráðuneytið og BIODICE munu standa fyrir málþingi um vistkerfisnálgun við nýtingu auðlinda 21. september nk. á Hilton Nordica frá kl. 9.00 til 12.30