Get Adobe Flash player

STOFNANIR - FRÉTTIR

LBHÍ
LMÍ
UST
SR

Álag ferðamennsku á náttúru Íslands


IMG 8855Fimmtudaginn 30. október kl. 17 til 18 verður efnt til örráðstefnu í Öskju - Náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands – Ráðstefnan er í aðalsal. Yfirskrift ráðstefnunnar er Álag ferðamennsku á náttúru Íslands. Ráðstefnan er haldin viku eftir dagslangt málþing Landgræðslu ríkisins og Umhverfisstofnunar, sem þessar stofnanir héldu í Gunnarsholti í samstarfi við Ferðamálastofu. Á þinginu var rætt um áhrif ferðamanna á náttúru Íslands og er áherslan nú á að draga saman lærdóm málþingsins.
Lesa meira...

Fjörulallar í Vík, sandfok og Landgræðslan


aaa Mynd-14 150 pixlarFrá því á fyrrihluta síðustu aldar hefur Landgræðsla ríkisins barist við að verja kauptúnið í Vík fyrir sandfoki úr fjörunni. Sjórinn hefur síðan um 1970 sífellt sorfið af fjörunni við Vík og sandfok hefur því oft valdið íbúum í Vík miklum óþægindum. Eldri borgarar í Vík sem kalla sig Fjörulalla, hafa sinnt merkum sjálfboðaliðsstörfum við að styrkja sandfoksvarnir við kauptúnið í Vík. Þeir hafa sett upp plastborða, hlaðið upp gömlum heyrúllum, borið áburð á nýjar sáningar Landgræðslunnar og margt fleira. Fjörulallar hafa ráð undir rifi hverju og verk þeirra eru til mikillar fyrirmyndar og eftirbreytni.
Lesa meira...

Náttúrufræðingurinn Roger Crofts sæmdur Fálkaorðunni


 

2 saman 150 pixÞann 7. október sæmdi forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, Roger Crofts, náttúrufræðing, riddarakrossi hinnar íslensku Fálkaorðu. Roger Crofts hefur í meira en þrjá áratugi átt afar farsælt samstarf við íslenska vísindamenn og opinberar stofnanir að umhverfis- og gróðurverndarmálum á Íslandi. Hann hefur af brennandi áhuga kynnt sér íslensk umhverfismál, fylgst með störfum fræðimanna, félagasamtaka og stjórnvalda, og talað máli þeirra á fundum og með fyrirlestrum á ráðstefnum bæði innanlands og utan.


Lesa meira...