Get Adobe Flash player

STOFNANIR - FRÉTTIR

LBHÍ
LMÍ
UST
SR

Nýtt fréttabréf BGL


frettabref-mynd"Samstarfsverkefnið „Bændur græða landið" er öflugt uppgræðsluverkefni sem byggir á samstarfi Landgræðslunnar við bændur og landeigendur um allt land. Það þarf vart að tíunda að árangurinn er víðast mjög góður og fjölmargir hafa bætt lönd sín og breytt ógrónu landi í nothæft beitiland, búið það undir aðra landnotkun eða einfaldlega klætt land í tötrum með gróðurhulu sem sárlega skorti. Með gróðurþekju tekur kolefni að bindast í jarðveginum auk þess sem miðlun vatns og næringarefna batnar. Þess vegna er mikilvægt að verkefnið njóti krafta ykkar nú sem endranær," segir í fréttabréfi BGL - Bændur græða landið.


Lesa meira...

Samstarfssamningur um nýtingu seyru til landgræðslu


150--xaIMG 0105Í gær var undirritaður samstarfssamningur Landgræðslunnar og nokkurra sveitarfélaga á Suðurlandi um nýtingu á seyru til landgræðslu. Sveitarfélögin sem koma að þessum samningi eru Hrunamannahreppur, Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur og Flóahreppur.


Lesa meira...

Ráðstefna um búfjárbeit í september


kindur heimasida 18 jan 16Áætlun Norrænu ráðherranefndarinnar um sjálfbæra þróun styrkir alþjóðlega ráðstefnu um búfjárbeit á Norðurlöndunum sem haldin verður í Hörpu í Reykjavík 12.-15. september á vegum norræna genabankansNordGen í samstarfi við Landgræðslu ríkisins. Litið verður á beit í samhengi við sjálfbæra þróun og loftslagsbreytingar auk annars. Búfjárhald og beit hefur umtalsverð áhrif á vistkerfi heimsins. Búfjárbeit á úthaga er einkum stunduð á jaðarsvæðum sem henta ekki til annars búskapar. Þar hefur hún mjög víða leitt til alvarlegrar landeyðingar. Annarsstaðar hefur beit mótað menningarlandslag sem nú er metið til verðmæta sem beri að varðveita.


Lesa meira...