Get Adobe Flash player

STOFNANIR - FRÉTTIR

LBHÍ
LMÍ
UST
SR

Áhrif öskufalls á uppvaxandi birki


150gmGosið í Eyjafjallajökli sýndi að birkiskógar þola ágætlega töluvert öskufall en lággróður getur orðið fyrir miklum skakkaföllum. Því er mikilvægt að stuðla að uppbyggingu skóga eða kjarrs á svæðum þar sem búast má við öskufalli. Það er hinsvegar lítið vitað um það hvernig uppvaxandi ungskógar bregðast við slíku áfalli. Dagana 24. júní til 1. júlí var sett upp tilraun þar sem líkt er eftir öskufalli á ungt birki.


Lesa meira...

Starfshópur skipaður vegna athugunar á samþættingu stofnana á sviði náttúruverndar og landgræðslu


krakarbotnarUmhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað starfshóp til að skoða leiðir til að samþætta eða sameina stofnanir á sviði náttúruverndar og landgræðslu, með það að markmiði að efla stofnanakerfi ráðuneytisins á sviði verndunar og sjálfbærrar nýtingar náttúru landsins.Mikilvægt er að stofnanaumgjörð ríkisins endurspegli breyttar þarfir og hafi afl til að takast á við nýjar áskoranir. Ljóst er að með auknu álagi á náttúru landsins vegna ferðamennsku mun verða vaxandi þörf á að efla getu á þessu sviði. Þar má sérstaklega nefna þær áskoranir sem tengjast mikilli þörf á verndaraðgerðum og uppbyggingu vegna hennar, á náttúruverndarsvæðum og almennt í íslenskri náttúru.
Lesa meira...

Molta til trjáræktar á sandi


150 IMG 2464 1024x683Í vikunni sem leið voru gróðursettar birki- og lerkiplöntur í tilraunareit á Hólasandi. Markmið tilraunarinnar er að sjá hvernig molta frá Moltu ehf. í Eyjafjarðarsveit hentar sem nesti fyrir skógarplöntur í mjög rýru landi. Ef tilraunin gefst vel gæti verið komin hentug aðferð til að gefa berum auðnum líf og koma þar af stað gróðurframvindu. Þetta er tilraunaverkefni Skógræktarinnar, Landgræðslunnar og Moltu ehf.


Lesa meira...